Fćrđu Húsavíkursókn og Hollvinasamtökum Húsavíkurkirkju veglega gjöf

Í tilefni af Sjómannadeginum í ár fćrđu ađstandendur týndra Húsavíkursókn og Hollvinasamtökum Húsavíkurkirkju ađ gjöf kr. 801.037,- til kaupa á tveimur

Í  tilefni af Sjómannadeginum í ár fćrđu ađstandendur týndra Húsavíkursókn og Hollvinasamtökum Húsavíkurkirkju ađ gjöf kr. 801.037,- til kaupa á tveimur bekkjum og  hellulögn viđ minnisvarđann um týnda samtals kr. 740.000,- .

Í hlut Hollvinasamtaka Húsavíkurkirkju falla kr. 61.037,-.

Á vef Framsýnar segir svo frá:

Ţann 17. júní 1995 var minnisvarđi um týnda afhjúpađur og vígđur í kirkjugarđinum á Húsavík viđ hátíđlega athöfn ađ viđstöddum mörgum ćttingjum ţeirra sem týnst höfđu og ekki fengiđ legstađ í kirkjugarđi, heldur í hinni votu gröf hafs eđa vatna.

Athöfnin hófst međ ţví ađ Ađalsteinn Á. Baldursson ávarpađi viđstadda og rakti sögu og ađdraganda ţessa máls. Ingibjörg Jósefsdóttir, öldruđ ekkja, afhjúpađi svo minnisvarđann og sóknarpresturinn, séra Sighvatur Karlsson, flutti hugvekju og bćn og vígđi minnisvarđann.

Á minnisvarđann eru 17 koparplötur međ nöfnum ţeirra, sem vitađ er ađ týnst hafi á síđustu öld úr Húsavíkurprestakalli og nágrenni.

Sérstök flöt var á sínum tíma hönnuđ í kirkjugarđinum fyrir minnisvarđann og í framhaldi af ţví bođađi sóknarnefnd, formađur Björn G. Jónsson, Laxamýri, til fundar ćttingja ţeirra sem týnst höfđu og ekki fundist. Á ţeim fundi voru kosin í sérstaka framkvćmdanefnd Ađalsteinn Á. Baldursson, Guđrún Haraldsdóttir, Júlíana Dagmar Erlingsdóttir og Hjörtur Tryggvason, kirkjugarđsvörđur og sá nefndin um alla framkvćmd er viđkom minnisvarđanum.

Framkvćmdin var ađ mestu leyti fjármögnuđ af ćttingjum međ frjálsum framlögum og gekk söfnunin afar vel og er minnisvarđinn öllum til mikils sóma sem ađ framkvćmdinni komu. Ekki má gleyma ţćtti fyrirtćkja og einstaklinga sem gáfu vinnu sína viđ ađ koma minnisvarđanum upp í kirkjugarđinum.

Ljósmynd - Ađsend


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744