Ernir fjölgar flugferðum til Húsavíkur í sumar

Sumaráætlun Flugfélagsins Ernis tekur gildi 1. júní og mun flugferðum fjölga.

Ernir fjölgar flugferðum til Húsavíkur í sumar
Fréttatilkynning - - Lestrar 430

Sumaráætlun Flugfélagsins Ernis tekur gildi 1. júní og mun flug-ferðum fjölga.

Þær breytingar sem verða eru þær að flogið verður núna morgunflug og síðdegisflug mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga, en áður voru bara tvö flug á dag þriðjudaga og fimmtudaga. 

Miðvikudagar og laugardagar haldast óbreyttir.

Einnig er vert að geta þess að á næstu dögum koma inn upplýsingar um enn fleiri aukaflug en þau flug eru flesta laugardaga í sumar.

Fólk er því kvatt til að kynna sér breytta áætlun inn á ernir.is og fylgjast með aukaflugum bæði á heimasíðu og facebooksíðu félagsins.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744