24. okt
Bræðurnir Axel Flóvent og Þórir Georg með tónleika á Akureyri og Húsavík um helginaFréttatilkynning - - Lestrar 384
Um helgina ætla bræðurnir Axel Flóvent og Þórir Georg að koma fram á tónleikum bæði á Akureyri og Húsavík.
Á laugardaginn koma þeir fram á Akureyri Backpackers ásamt Þorsteini Kára Guðmundssyni og byrja tónleikarnir 17:00.
Á sunnudaginn koma þeir fram í gömlu verbúðunum á Húsavík og hefjast tónleikarnir þar einnig klukkan 17:00.
Ekki verður rukkað inn á tónleikana en tekið verður við frjálsum framlögum frá þeim sem vilja styrkja listamennina.
Axel Flóvent
Axel Flóvent er 18 ára húsvíkingur sem hefur verið að geta sér góðst orðs fyrir tónlist sína á undanförnum misserum. Hann spilar þjóðlagaskotið indí popp.
Þórir Georg
Þórir Georg hefur verið iðinn við kolann síðastliðin 10 ár eða svo. Hann hefur gefið út plötur og spilað víðsvegar um heiminn með hljómsveitum eins og Gavin Portland, Ofvitarnir, Singapore Sling og fleirum. Hann gaf út plötur undir listamansnafninu My Summer as a Salvation Soldier um árabil en hefur undanfarið gefið út tónlist og komið fram undir sínu eigin nafni.