Endurnýjun á dreifilögn í Reykjahverfi

Orkuveita Húsavíkur er í framkvæmdum en verið er að endurnýja dreifilögn hitaveitu á rúmlega 3 km kafla í Reykjahverfi frá Smiðjuteig að Skógum.

Endurnýjun á dreifilögn í Reykjahverfi
Almennt - - Lestrar 107

Orkuveita Húsavíkur er í framkvæmdum en verið er að endurnýja dreifilögn hitaveitu á rúmlega 3 km kafla í Reykjahverfi frá Smiðjuteig að Skógum.
 
Fram kemur á Fésbókarsíðu Norðurþings að framkvæmdir gangi vel, búið er að grafa fyrir lögninni og leggja hana út. Nú er verið að sjóða hana saman áður en mokað verður yfir hana.
 
Orkuveitan dreifir heitu vatni frá Hveravöllum í Reykjahverfi. Borholurnar eru tvær, 450 m djúp hola sem gefur um 25 l/s og önnur 650 m djúp hola sem gefur um 65 l/s. Vatn úr borholum er 125°C heitt og sjálfrennandi. Vegna hæðarmunar milli Hveravalla og Húsavíkur er lítil þörf á dælingu hjá veitunni.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744