27. jan
Elva nýr formaður deildar verslunar- og skrifstofufólks innan FramsýnarAlmennt - - Lestrar 323
Elva Héðinsdóttir var kjörin formaður deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar á aðalfundi hennar á dögunum.
Elva er 28 ára gömul og starfar hjá endurskoðunarfyrirtækinu PwC á Húsavík. Aðrir í stjórn verða Trausti Aðalsteinsson varaformaður, Karl Hreiðarsson ritari og í varastjórn Anna Brynjarsdóttir og Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir.
Fyrir var Jónína Hermannsdóttir formaður en hún tók við tímabundið eftir að kjörin formaður, Jóna Matthíasdóttir, hætti sem formaður þar sem hún starfaði ekki lengur undir samningssviði deildarinnar.
Á fundinum voru Jónínu og Jónu þökkuð vel unnin störf í þágu deildarinnar en hér má lesa meira frá aðalfundinum