Elska-einleikur eftir Jenný Láru Arnórsdóttur

Eru einkenni sannrar ástar þau sömu í dag og þau voru um miðbik síðustu aldar? Hafa þau breyst? Eða hefur skilgreining okkar á sannri ást breyst í gegnum

Elska-einleikur eftir Jenný Láru Arnórsdóttur
Fréttatilkynning - - Lestrar 224

Jenný Lára Arnórsdóttir.
Jenný Lára Arnórsdóttir.

Eru einkenni sannrar ástar þau sömu í dag og þau voru um miðbik síðustu aldar?  Hafa þau breyst? Eða hefur skilgreining okkar á sannri ást breyst í gegnum tíðina?  Hvað hefur breyst?

Einleikurinn, Elska, er unnin upp úr ástarsögum Þingeyinga. Í verkinu eru sannar ástarsögur okkar tíma dregnar fram í dagsljósið. Þeim er miðlað í leikverki sem flutt verður í desember í sveitarfélögunum í Þingeyjarsýslum.

Verkið byggir á viðtölum við pör og einstaklinga, á aldrinum 24-78 sem tekin voru upp síðla sumars og haustið 2013. Jenný Lára hefur unnið handritið upp úr þeim upptökum. Leikurinn er einnig í höndum Jennýjar Láru, en í persónusköpun styðst hún einnig við upptökurnar.

Verkefnið er unnið með styrk frá Aftur heim og verða sex sýningar í Þingeyjarsýslu nú í desember. Sú fyrsta þann 6. des. kl. 20 í Safnahúsinu á Húsavík.

7. des. Sólvangur, Tjörnesi, 20:30

8. des. Gamli skólinn, Grenivík, 17:00

12. des. Skjólbrekka, Mývatnssveit, 20:00

13. des. Þórsver, Þórshöfn, 20:00

14. des. Breiðamýri, Þingeyjarsveit, 20:00


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744