Egill Páll eignast Víkurblaðið að fullu

Tímamót urðu í rekstri Víkurblaðsins í gær fimmtudag þegar breytingar urðu á eignarhaldi fyrirtækisins sem stendur að útgáfu þess.

Egill Páll eignast Víkurblaðið að fullu
Almennt - - Lestrar 540

Egill Páll Egilsson ritstjóri.
Egill Páll Egilsson ritstjóri.

Tímamót urðu í rekstri Víkurblaðsins í gær fimmtudag þegar breytingar urðu á eignarhaldi fyrirtækisins sem stendur að útgáfu þess.

Víkurblaðið ehf. hóf útgáfu á prentmiðlinum Víkurblaðinu í nóvember sl. sem gefið er út annan hvern fimmtudag í 2300 eintökum.

Blaðinu er dreift frítt í fyrirtæki og heimili í Þingeyjarsýslum. Þá heldur fyrirtækið einnig úti vefmiðlinum vikurbladid.is.

Stofnendur fyrirtækisins vru Egill Páll Egilsson, blaðamaður og Friðrik Sigurðsson athafnamaður. Egill, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og ritstjóri blaðsins átti 80 prósent í félaginu.

Friðrik var eigandi og rétthafi á nafni Víkurblaðsins og útgáfurétti þess og lagði það fram sem hlutafé, alls 20 prósent. Hann sat jafnframt sem stjórnarformaður Víkublaðsins ehf.

Nýlega náðu þeir samkomulagi um að Egill keypti Friðrik út úr félaginu. Samningur þess efnis var undirritaður í gær fimmtudag og verður Egill því skráður eigandi á öllum hlutum fyrirtækisins, þegar breytingarnar ganga í gegn. Kaupverð hlutarins er 100 þúsund krónur.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744