Echoes í Ýdölum á síðasta vetrardag

Síðasta Vetrardag 22. apríl í Ýdölum. Hljómsveitin Echoes flytur þekktustu lög Pink Floyd í "surround" hljóðkerfi, þar sem hljóðinu er kastað umhverfis

Echoes í Ýdölum á síðasta vetrardag
Almennt - - Lestrar 42

Síðasta Vetrardag 22. apríl í Ýdölum. Hljómsveitin Echoes flytur þekktustu lög Pink Floyd í "surround" hljóðkerfi, þar sem hljóðinu er kastað umhverfis áhorfendur ásamt lasergeislum og myndböndum er varpað á risaskjá.

Auk Echoes stíga á stokk: Einar Bragi Bragason saxafónsnillingur, söngdívurnar Ína Valgerður Pétursdóttir og Bylgja Steingrímsdóttir og barnakór frá Hafralækjarskóla.

Sérstakur gestasöngvari verður Guðni Bragason.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:00
Miðaverð 2.500, kr (íslenskar)
Aldurstakmark 18 ár.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744