Drífa Valdimarsdóttir ráðin í starf fjármálastjóra NorðurþingsAlmennt - - Lestrar 537
Drífa Valdimarsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra Norðurþings.
Drífa er með Cand.Oceon próf af fjármálasviði frá Háskóla Íslands og M.Sc í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá sama skóla. Einnig hefu hún lokið M.Acc gráðu í viðskiptafræði með áherslu á reikningsskil og endurskoðun frá Háskóla Íslands.
Undanfarin ár hefur Drífa sinnt starfi deildarstjóra bókhalds Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, áður starfaði hún sem fjármálastjóri BSRB og sem sérfræðingur á fjármálasviði Reykjavíkurborgar.
Í störfum sínum hefur Drífa öðlast góða reynslu af fjármálastjórnun, áætlanagerð, uppgjörum og endurskoðun. Einnig hefur Drífa mikla reynslu og þekkingu á opinberu starfsumhverfi. (nordurthing.is)