06. mar
Dreki frá Hriflu er besti reyndi kynbótahrúturinnAlmennt - - Lestrar 280
Á opnum fagráðsfundi í sauðfjárrækt sem haldinn var í Bændahöllinni föstudaginn 1. mars sl. voru m.a. veitt verðlaun til ræktenda þeirra sæðingastöðvahrúta sem skarað hafa framúr.
Sæðingastöðvarnar gefa verðlaunin en faghópur sauðfjárræktar hjá RML velur hrútana út frá árangri þeirra.
Besti reyndi kynbótahrúturinn var valinn Dreki 13-953 frá Hriflu og tóku þau Vagn Sigtryggsson og Margrét Snorradóttir, bændur í Hriflu, á móti verðlaunum fyrir hann.