Dömurnar styrktu Píetaskjólið

Hópur vinkvenna sem kallar sig Dömur stóð í lok ágústmánaðar fyrir Kjóla- og freyðivínshlaupi á Húsavík.

Dömurnar styrktu Píetaskjólið
Almennt - - Lestrar 300

Hópur vinkvenna sem kallar sig Dömur stóð í lok ágústmánaðar fyrir Kjóla- og freyðivínshlaupi á Húsavík.

Þetta var annað árið í röð sem hlaupið, sem er fjáröflunarhlaup, er haldið og ávallt í rjómablíðu. 

Hlaupið hófst og endaði í perlunni sem skrúðgarður bæjarins er og var stemmingin góð. Þáttakendur voru um 130-140 sem eru fleiri en í fyrra.

Eins og áður segir er hlaupið haldið í fjáröflunarskyni og í ár ákváðu Dömurnar að styrkja nýopnað Píetaskjól á Húsavík. Alls söfnuðust 261.452 kr. en Ölgerðin styrkti hlaupið með Piccini Prosecco ásamt Sjóböðunum. 

Fleiri aðilar styrktu einnig hlaupið einum eða öðrum hætti s.s Lemon, Lyfja, GPG og Norðurþing sem lánaði aðstöðuna við Kvíabekk. 

Hér að neðan er myndasyrpa sem ljósmyndari 640.is tók áður hlaupið hófst, meðan á því stóð og að því loknu.

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744