Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenkrar tungu er í dag en markmiđ dags hans er ađ minna á mikilvćgi íslenskrar tungu og gleđjast og fagna sögu hennar, samtíđ og framtíđ.

Dagur íslenskrar tungu
Almennt - - Lestrar 43

Dagur íslenkrar tungu er í dag en markmiđ dags hans er ađ minna á mikilvćgi íslenskrar tungu og gleđjast og fagna sögu hennar, samtíđ og framtíđ.

Á vef Stjórnarráđsins kemur fram ađ dagurinn er haldinn hátíđlegur á fćđingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.

Ţann dag eru árlega veittar viđurkenningar og verđlaun fyrir störf í ţágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviđburđa.

Dagur íslenskrar tungu er einn fánadaga Íslands.

Saga dagsins

Ađ tillögu menntamálaráđherra ákvađ ríkisstjórn Íslands, haustiđ 1995, ađ 16. nóvember ár hvert, sem er fćđingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrđi dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af ţví hefur mennta- og menningarmálaráđuneytiđ árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í ţágu íslensks máls og helgađ ţennan dag rćkt viđ ţađ. Međ ţví móti beinist athygli ţjóđarinnar ađ stöđu tungunnar, gildi hennar fyrir ţjóđarvitund og alla menningu. Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíđlegur áriđ 1996. Fjölmargir ađilar lögđu hönd á plóg og efndu til viđburđa af ţessu tilefni. Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ hélt hátíđarsamkomu og veitti ţar í fyrsta sinn Verđlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viđurkenningar fyrir störf í ţágu íslenskunnar

 

Hver var Jónas Hallgrímsson?

Skáldiđ og náttúrufrćđingurinn Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var međ lćrđustu mönnum síns tíma. Hann var međ guđfrćđipróf, stundađi nám í lögfrćđi og lauk síđar prófi í náttúruvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla. Jónas fór í rannsóknarferđir um Ísland og skrifađi dagbćkur og skýrslur um íslenska náttúru. Auk vísindastarfa var Jónas virkur í útgáfu tímaritsins Fjölnis, hann orti fjölmörg kvćđi, samdi sögur og ţýddi erlend skáldverk á íslenska tungu.

Jónas var mikilvirkur nýyrđasmiđur og nćmi hans og virđing fyrir tungumálinu gerđi honum kleift ađ tjá hugsanir sínar og annarra í ţannig búning ađ nýyrđi yfir hluti eđa hugmyndir, sem áđur áttu sér ekki samsvaranir á íslensku, og ný orđ og nýjar samsetningar í ljóđum og lausu máli virđast gamalkunn og eins og hluti af grunnorđaforđa málsins, (Guđrún Kvaran, 2007).


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744