Curio hlaut Ný­sköp­un­ar­verðlaun­in 2019

Curio hlaut Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands árið 2019 en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráðherra af­henti verðlaun­in á

Aðstandendur Curio með verðlaunin. Mynd aðsend.
Aðstandendur Curio með verðlaunin. Mynd aðsend.

Curio hlaut Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands árið 2019 en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráðherra af­henti verðlaun­in á Ný­sköp­un­arþingi í gær.

Í frétt mbl.is segir að Curio sé ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem vinn­i að þróun fisk­vinnslu­véla sem auka nýt­ingu og skila betri afurð í vinnslu á bol­fiski í af­haus­un, flök­un og roðflett­ingu, ásamt því að hafa ör­ygg­is­mál og þrif að leiðarljósi.

Fyrstu vél­ar und­ir vörumerk­inu Curio voru fram­leidd­ar af Gull­mol­um ehf. árið 2007 og var fyr­ir­tækið Curio ehf. stofnað árið 2013 og tók yfir þróun og fram­leiðslu vél­anna. 

Fé­lagið sel­ur 85% af vél­um sín­um á er­lend­an markað og þá helst í Nor­egi, Bretlandi, Banda­ríkj­un­um, Frakklandi og Póllandi. Þró­un­ar­starf fé­lags­ins hef­ur skilað sér í nýj­um og áhuga­verðum vinnslu­vél­um, sem hafa skilað fé­lag­inu mik­illi veltu­aukn­ingu á und­an­förn­um árum. Síðari ár hef­ur fé­lagið lagt sí­fellt meiri áherslu á þró­un­ar­starf og eru starfs­menn fé­lags­ins að vinna að þróun á nýrri véla­línu fyr­ir lax og bleikju.

Í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar seg­ir:

Curio hef­ur leitt öfl­ugt þró­un­ar­starf sem snýr að vinnslu sjáv­ar­af­urða. Fé­lagið var fram­an af ekki áber­andi í ný­sköp­un­ar­sam­fé­lag­inu en þró­un­ar­starf fé­lags­ins hef­ur vaxið jafnt og þétt und­an­far­in ár. Fé­lagið hlaut m.a. árið 2018 tveggja millj­ón evra styrk í ný­sköp­un­ar­áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins inn­an Horizon 2020 og styrk frá Tækniþró­un­ar­sjóði vorið 2019 fyr­ir nýrri tölvu­stýrðri klumbru­sk­urðar­vél. 

Það er mat dóm­nefnd­ar að Curio hafi þróað framúrsk­ar­andi afurðir og leggi mikla áherslu á áfram­hald­andi þróun véla sem hafi alla burði til að ná ár­angri á markaði á næstu árum og sé vel að verðlaun­un­um komið.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744