01. okt
Bubbi á ferð um landiðAðsent efni - - Lestrar 212
Líkt og mörg undafarin haust heldur Bubbi af stað með kassagítarinn og eru viðkomustaðirnir að þessu sinni 10 talsins. Mun hann sem fyrr flytja bæði gamalt efni og nýtt auk þess að ræða við áhorfendur um málefni líðandi stundar. Bubbi gaf út geislaplötu fyrr í sumar sem hefur fengið frábæra dóma og selst gríðarlega vel. Tónleikaferðin dregur nafn sitt af titli plötunnar "Ég trúi á þig".
Bubbi verður í Húsavíkurkirkju laugardaginn 1. október. Tónleikarnir hefjast kl 20:30 og er miðasala ámidi.is og við innganginn.