Brennuvargarnir frumsýndir um helgina

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir leikritiđ Brennuvargana eftir Max Frisch, í leikstjórn Ármanns Guđmundssonar, um helgina í Samkomuhúsinu

Brennuvargarnir frumsýndir um helgina
Almennt - - Lestrar 373

Á loftinu hjá herra Biedermann. Lj. Pétur Jónasson
Á loftinu hjá herra Biedermann. Lj. Pétur Jónasson

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir leikritiđ Brennuvargana eftir Max Frisch, í leikstjórn Ármanns Guđmundssonar, um helgina í Samkomuhúsinu.

Ađ sögn Ármanns skrifađi Max Frisch Brennuvargana um miđja síđustu öld. Ţađ telst til klassískra verka 20. aldarinnar, er leiftrandi skemmtilegt og einhvern veginn alltaf aktúelt enda fjallar ţađ um mannlega heimsku.

Brennuvargarnir

Kristján Önundarson, Arna Ţórarinsdóttir Heiđar Smári Ţorvaldsson og Ari Páll Kristinsson í hlutverkum sínum.

Bissnessmađurinn Biedermann og kona hans búa í bć ţar sem mikiđ hefur veriđ um húsbruna. Dag einn bankar upp á hjá honum uppgjafa glímukappi, Schmitz ađ nafni og áđur en hann veit af er Biedermann búinn ađ bjóđa honum ađ hreiđra um sig upp á lofti hjá sér. Fyrr en varir eru gestirnir orđnir tveir, loftiđ fullt af grunsamlegum tunnum og allt bendir til ađ ţarna séu brennuvargarnir á ferđ. Og hvađ er ţá hćgt ađ taka til bragđs til ađ bjarga eigin skinni? Jú, halda ţeim veislu…

En hvernig kom til ađ ţetta leikrit var valiđ til sýninga hjá LH ?

"Ég las ţetta leikrit fyrir svona fimmtán árum síđan og hugsađi ţá strax ađ mig langađi ađ vinna međ ţađ einhvern tímann. Ţegar viđ fórum svo ađ huga ađ verki til ađ setja upp hér í vetur ţá var ţetta eitt af verkunum sem ég stakk upp á. Mér til mikillar gleđi (og pínu undrunar) valdi stjórn leikfélagsins ţetta verk til uppsetningar.

Ćfingar hófust upp úr miđjum nóvember og ţá ćfđum viđ í tćpar ţrjár vikur og tókum svo hlé fram yfir áramót og höfum ćft grimmt síđan. Ćfingar hafa nú bara gengiđ ljómandi vel heilt yfir en ađ eru fimm svona ţokkalega stór hlutverk í verkinu, fjögur minni og svo kór slökkviliđsmanna, alls 15-16 manns". Segir Ármann.

Á loftinu

Á loftinu hjá herra Biedermann.

Sigurđur Illugason fer međ hlutverk Gottliebs Biedermanns og Dóra Ármannsdóttir leikur Babette, konu hans. Hilmar Valur Gunnarsson og Ţorkell Björnsson leika brennuvargana Schmitz og Eisenring og Guđlaug Dóra Traustadóttir leikur ţjónustustúlkuna Önnu.

Nú ert ţú ađ koma heim til ađ leikstýra hjá LH í fyrsta skipti, hvernig hefur ţađ veriđ ?

"Ţetta er búiđ ađ vera ákaflega skemmtileg og gefandi vinna. Ţađ er alveg magnađ hve leikfélagiđ er vel mannađ á öllum póstum og í raun forréttindi ađ fá ađ vinna međ ţví. Ég ćtla heldur ekkert ađ ţrćta fyrir ţađ ađ ţađ ađ leikstýra hérna hjá Leikfélagi Húsavíkur er eitt af ţví sem ég ćtlađi mér ađ gera einhvern tímann í lífinu ţannig ađ nú get ég strikađ ţađ út af listanum. En auđvitađ vćri ég til í ađ koma aftur. Ţađ skemmir líka ekkert ađ búa á Hótel Mömmu í Holtagerđinu". Sagđi Ármann ađ lokum en frumsýningin er á morgun kl. 16.

Brennuvargarnir

Herra Biedermann ásamt slökkviliđsmönnum.

Nćstu sýningar verđa föstudaginn 13. febrúar og laugardag 14. febrúar.

Nánari upplýsingar á www.leikfelagid.is 

Međfylgjandi myndir tók Pétur Jónasson.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744