Brautskráning frá FSH

Þann 22. maí síðastliðinn útskrifuðust 21 nemandi frá Framhaldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju.

Brautskráning frá FSH
Almennt - - Lestrar 292

Ljósmynd Pétur Jónasson.
Ljósmynd Pétur Jónasson.

Þann 22. maí síðastliðinn útskrifuðust 21 nemandi frá Framhaldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkur-kirkju. 

Í frétt á heimasíðu FS segir að fjöldatakmarkanir hafi gert það að verkum að aðeins útskriftarnemendur, nánustu aðstandendur og starfsfólk skólans gátu verið viðstödd athöfnina.

Hátíðarræður fluttu Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari, Halldór Jón Gíslason aðstoðarskólameistari og Bergdís Björk Jóhannsdóttir nýstúdent. Athöfninni var streymt á facebooksíðu skólans þar sem aðstandendur og velunnarar gátu fylgst með.

Mikill fjöldi fyrirtækja og samtaka komu að því að veita nemendum gjafir fyrir góðan námsárangur og félagsstörf í þágu skólans þetta árið og sýna þannig stofnuninni og nemendum mikla velvild.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Kasper Jan S Róbertsson útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi að þessu sinni. 

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Lea Hrund Hafþórsdóttir og Ríkey Sigurgeirsdóttir léku saman tvö lög við útskriftina.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744