Bolirnir afhendir á Græna torginu

Þá eru fallegu bolirnir komnir úr prentun frá Henson og óhætt að segja að þeir séu glæsilegir að sjá. Bolirnir verða afhendir á Græna torginu,

Bolirnir afhendir á Græna torginu
Íþróttir - - Lestrar 512

Þá eru fallegu bolirnir komnir úr prentun frá Henson og óhætt að segja að þeir séu glæsilegir að sjá. Bolirnir verða afhendir á Græna torginu, fundaraðstöðu íþróttahallarinnar í kvöld, föstudagskvöldið 21.september og verður húsið opið frá kl.20 til 22. Gengið er inn að ofanverðu.

 
Þeir sem ekki komast á þessum tíma geta nálgast þá á stuðningsmannahitting Græna hersins fyrir leikinn gegn Njarðvík sem fram fer á Sölku frá kl.12 til 13:30 á laugardaginn. Sömuleiðis er mögulegt að hafa samband við okkur á netfangið okkar volsungur@gmail.com og við komum bolunum til ykkar.

Undirtektirnar voru hreint út sagt frábærar og seldum við yfir 150 boli. Okkur langar að senda hlýjar þakkarkveðjur á alla sem standa með okkur og Völsungsfjölskyldunni því án ykkar væri þetta ekki hægt.

Bolirnir kosta 3000kr og við tökum aðeins við reiðufé þar sem ekki er posi á staðnum en við verðum með opna tölvu ef fólk kýs fremur að millifæra gegnum heimabanka.

Hlökkum til þess að sjá ykkur!

roghenson


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744