Bókun stjórnar SSNE vegna Húsavíkurflugs

Stjórn SSNE samþykkti eftirfarandi bókun vegna Húsavíkurflugs á fundi sínum SSNE 26. ágúst síðastliðinn.

Bókun stjórnar SSNE vegna Húsavíkurflugs
Almennt - - Lestrar 71

Stjórn SSNE samþykkti eftirfarandi bókun vegna Húsavíkurflugs á fundi sínum SSNE 26. ágúst síðastliðinn.

Stjórn SSNE tekur undir bókun byggðaráðs Norðurþings frá 13. júlí síðastliðinn. Reglulegt áætlunarflug á Aðaldalsflugvöll er mikilvægt fyrir íbúa, atvinnulíf og frekari vöxt svæðisins.

Flugið er jafnframt undirstaða þess að vel takist til í þeirri uppbyggingu sem framundan er til að mynda í landeldi, uppbyggingu Grænna iðngarða á Bakka og tvöföldun Þeistareykjavirkjunar.

Stjórn SSNE hefur áður fjallað um mikilvægi þess að stutt verði við flug um Aðaldalsflugvöll og kom meðal annars inn á það í umsögn sinni um drög að Samgönguáætlun á Samráðsgátt stjórnvalda fyrr í sumar og ítrekar stjórnin þá afstöðu sína.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744