19. júl
Bogi og Birta keyrð á fullum afköstumAlmennt - - Lestrar 226
Rekstur ofna PCC á Bakka gengur vel og eru þeir báðir keyrðir á fullum afköstum.
Í tilkynningu á Fésbókarsíðu fyrirtækisins segir að þær bráðabirgðaúrbætur sem hafa verið gerðar á rykhreinsivirkinu ásamt ströngu eftirliti starfsfólks hafi skilað góðum árangri og gert fyrirtækinu kleift að koma báðum ofnum á fullt afl.
Þar að auki er unnið að frekari úrbótum sem verða framkvæmdar næstu vikurnar.
"Starfsfólk okkar á mikið hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu undanfarnar vikur til að koma okkur á þann stað sem við erum núna" segir í tilkynningunni.