Bjössi Thor spilar bítlanna í SafnahúsinuFréttatilkynning - - Lestrar 323
Björn Thoroddsen gítarleik-ari hefur sl. 30 ár verið einn af atkvæðamestu tónlistarmönnum Íslands og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum.
Á síðustu misserum hefur Björn verið að koma sér inn í alþjóðlegu gítarhringiðuna með því að leika með listamönnum á borð við Tommy Emmanuel, Kazumi Watanabe of.l ásamt því að stjórna gítarhátíðum í Bandaríkjunum, Kanada og Noregi.
Björn verður með tónleika í Safnahúsinu, Fimmtudagskvöldið 18. september. Á tónleikunum sýnir Björn á sér nýjar hliðar en hann kemur fram aleinn og óstuddur án aðstoðarmanna.
Á tónleikunum heyrist rokk, country, blús, popp og jafnvel þungarokk, enda ræður Bjössi við alla tónlistarstíla. Tónleikagestir munu heyra lög úr smiðju Beatles, Rolling Stones, AC/DC, Police, Who og fleiri. Tónleikarnir hefjast kl.20.