Björgunarsveitin Garðar og PCC BakkiSilicon gera með sér samstarfssamning

Björgunarsveitin Garðar og PCC BakkiSilicon hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2022-2024.

Gleðistund í Nausti í gær.
Gleðistund í Nausti í gær.

Björgunarsveitin Garðar og PCC BakkiSilicon hafa undir-ritað samstarfssamning fyrir árin 2022-2024.

Fram kom við undirritunina að í samkomulaginu felist meðal annars að Björgunarsveitin Garðar muni ferja starfsfólk PCC til og frá vinnu þegar veður eru slæm, sem og að lóðsa flutningsskip inn í Húsavíkurhöfn þegar þess þarf.  

Þá mun Björgunarsveitin hafa sérstaka kynningu á starfi sínu fyrir starfsfólk PCC a.m.k einu sinni á ári.

Birgir Mikaelsson, formaður Garðars:

,,Það er mikil ánægja með samstarfið af okkar hálfu, og hlökkum við til að starfa enn nánar með PCC og starfsfólki þess í framtíðinni.”

Marella Steinsdóttir, mannauðsstjóri PCC BakkiSilicon:

,,Það er markmið okkar hjá PCC BakkiSilicon að leggja ennþá meira til samfélagsins. Það ríkir því mikil ánægja hér innandyra að geta komið að því öfluga starfi sem unnið er innan Björgunarsveitarinnar á þennan hátt.“

Ljósmynd Hafþór

Marella Steinsdóttir, mannauðsstjóri og Alisa Dzelme, mannauðsfulltrúi, voru fulltrúar PCC við undirritunina og eru hér á myndinni ásamt björgunarsveitarfólkinu Ingibjörgu Benediktsdóttur, Fanneyju Óskarsdóttur, Guðmundi Salómonssyni, Birgi Mikaelssyni og Ragnheiði Hreiðarsdóttur.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744