Ber að ofan besti bjórinn á Bjórhátíðinni á Hólum í Hjaltadal

Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal var haldin í níunda skiptið á vegum Bjórseturs Íslands um nýliðna helgi.

Þorsteinn Snævar og Helga Dagný með verðlaunin.
Þorsteinn Snævar og Helga Dagný með verðlaunin.

Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal var haldin í níunda skiptið á vegum Bjórseturs Íslands um nýliðna helgi.

Nítján brugghús tóku þátt og hafa þau aldrei verið fleiri og bjórúrvalið eftir því. 

Brugghúsin keppast um verðlaun fyrir besta bjór hátíðarinnar sem og besta básinn.

Húsavík Öl tók þátt í hátíðinni í fyrsta skipti og mætti með tvo bjóra til leiks; New Zealand Ipa og Ber að ofan.

Það er skemmst frá því að segja að Ber að ofan hreppti fyrstu verðlaun í keppninni um besta bjórinn. 

"Þetta er bara frábært, sérstaklega í ljósi þess að aldrei hafa fleiri bjórar verið með í keppninni og voru þeir flestir reglulega góðir" sagði Þorsteinn Snævar Benediktsson bjórgerðarmaður í samtali við 640.is í dag en Ber að ofan er ketilsýrt öl með hindberjum.

Þorsteinn Snævar sagði stemminguna á Hólum hafa verið góða en það er iðulega uppselt á hátíðina og allir komnir þangað til að drekka góðan bjór og borða af grillinu. "Ekkert sem getur klikkað þar og bjórmenningin okkar alltaf að lagast" segir Steini.

Húsavík Öl vann fyrstu verðlaun, Brothers Brewery 2. og 3. sætið. Dokkan Ísafirði var með besta básinn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744