Bakkafjörður - Bakkasystur bjóða í vöfflukaffi

Laugardaginn 25. Júní næstkomandi kl. 15-17 bjóða Bakkasystur ehf. í vöfflukaffi í Hafnarvoginni á Bakkafirði sem staðsett er við Bjargið.

Bakkafjörður - Bakkasystur bjóða í vöfflukaffi
Fréttatilkynning - - Lestrar 247

Bakkasystur. Aðsend mynd.
Bakkasystur. Aðsend mynd.
Laugardaginn 25. Júní næstkomandi kl. 15-17 bjóða Bakkasystur ehf. í vöfflukaffi í Hafnarvoginni á Bakkafirði sem staðsett er við Bjargið.
 
Í voginni munu þær kynna starfsemi og markmið fyrirtækisins, en í húsinu verður komið á fót safni um lífið á Bakkafirði á síldarárunum. Systurnar kynna fyrstu drög að því þennan dag.
 
Fyrirtækið býður einnig upp á markaðsþjónustu og ráðgjöf.
 
Bakkasystur eru þær Anna Maria Kowalska, Eva María Hilmarsdóttir, Ragnhildur Halla Bjarnadóttir, Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir og Sædís Ágústsdóttir. Allar eiga þær tengingu við bæinn, en Anna María og Sædís eru búsettar á Bakkafirði.
 
„Við erum fullar bjartsýni á að okkur takist að skapa fleiri störf, sérstaklega fyrir konur sem búa á Bakkafirði eða nágrenni. Þetta er langtímaverkefni og við miðum að því að bjóða upp á öfluga þjónustu á ýmsum sviðum fyrir Norðausturland í framtíðinni,“ segir Eva María.
 
Fyrirtækið hefur hlotið styrk upp á 1,5 milljónir króna frá verkefninu Atvinnumál kvenna á vegum Vinnumálastofnunar til að auka markaðsþjónustu á svæðinu, þá hefur Anna Maria einnig fengið 1 milljón í styrk sem ungur Bakkfirðingur. Safnið í Hafnarvoginni hefur auk þess hlotið 1,5 milljónir krónar í styrk að frumkvæði Birgis Ingasonar frá Brothættum byggðum á vegum Byggðastofnunar og Norðurþings.
 
Systurnar hvetja alla til að kíkja við í Hafnarvoginni laugardaginn 25. júní og fá sér vöfflur og kaffisopa.
 
Aðsend ljósmynd
 
Bakkasystur.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744