Bændur verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk

Deildarfundur í Auðhumlu Norðausturdeild var haldinn í Sveinbjarnargerði föstudaginn 9.mars. Frummælendur voru Egill Sigurðsson stjórnarformaður Auðhumlu,

Bændur verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk
Almennt - - Lestrar 414

Kristín, Friðrika og Ingi Rúnar.
Kristín, Friðrika og Ingi Rúnar.

Deildarfundur í Auðhumlu Norðausturdeild var haldinn í Sveinbjarnargerði föstudaginn 9.mars. Frummælendur voru Egill Sigurðsson stjórnarformaður Auðhumlu, Einar Sigurðsson forstjóri og Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagssstjóri MS Akureyri. 

Að venjulegum aðalfundarstörfum loknum ávarpaði Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður framleiðendur og þakkaði þeim fyrir frábæra mjólk og verðlaunaði 31 bú fyrir úrvalsmjólk. Hann sagði að líftala hefði aldrei verið lægri og meðalfrumutala var mjög lág.

Til að fá verðlaun fyrir úrvalsmjólk þarf mjólkin að vera í 1.flokki A í öllum mánuðum sem er líftala undir 25 þús. og faldmeðaltal frumutölu undir 220 þús. í öllum mánuðum.

Auk þessa mega aldrei vera lyfjaleifar í mjólkinni og einnig er farið að mæla faldmeðaltal frírra fitusýra. Kristján sagði að ekki væri sífellt hægt að biðja um betra því nú væru þessir framleiðendur á toppnum og það væri frábær árangur.

Eftirtalin bú fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk:

Böðvarsnes, Vogar I, Daðastaðir, Búvellir, Hjarðarból, Kálfborgará. Bjarnarstaðir, Halldórsstaðir, Fljótsbakki, Öxará, Lækjamót, Hrafnsstaðir, Engilhlíð, Reykjavellir, Laxamýri og Ytri-Tunga, öll í Þingeyjarsýslum.

Vaglir, Merkigil, Villingadalur, Rifkelsstaðir II, Sigtún, Klauf, Ytri-Tjarnir II, Gautsstaðir, Dagverðareyri, Brakandi, Þverá, Sakka, Melar, Klaufabrekka og Urðir, öll í Eyjafirði.

Friðrika Sigurgeirsdóttir Bjarnarstöðum Bárðardal fékk sín síðustu verðlaun en hún hefur nú hætt mjólkurframleiðslu, en mjög oft verið verðlaunuð. Á myndinni í forsíðu fréttar er hún ásamt Kristínu Halldórsdóttur gæðastjóra og Sigurði Rúnari Friðjónssyni mjólkurbússtjóra MS-Akureyri.

U1

Veglegir blómvendir og staup voru í verðlaun.

U3

Glaðir verðlaunahafar ásamt Kristínu Halldórsdóttur gæðastjóra lengst t.h.

U4

Verðlaunahafar með Kristjáni Gunnarssyni mjólkureftirlitsmanni lengst t.v.

 

 

 



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744