Atvinnu- og nýsköpunarhelgi hefst á Akureyri í dag

Í dag kl. 18.00 hefst Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri og er ţetta í fimmta skipti sem hún er haldin.

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi hefst á Akureyri í dag
Fréttatilkynning - - Lestrar 327

Í dag kl. 18.00 hefst Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri og er ţetta í fimmta skipti sem hún er haldin.

Í tilkynningu segir ađ helgin sé ađ venju vel sótt og hafa skráningar gengiđ vel. Ţökk sé góđum styrktarađilum ţá verđa veitt glćsileg verđlaun í lok helgarinnar til bestu hugmyndanna, 1.000.000,- króna til sigurvegarans, auk ráđgjafatíma frá KPMG.

Helgin er ţó ekki einungis fyrir ţá sem eru međ góđar hugmyndir heldur ekkert síđur fyrir ţá sem hafa áhuga á nýsköpun og atvinnulífi og vilja leggja sitt ađ mörkum til ađ gera góđar hugmyndir ađ veruleika.

Ţá má nefna fjölmarga fyrirlestra sem verđa haldnir á helginni, einkum á morgun laugardag ţar sem reyndir frumkvöđlar deila reynslu sinni, auk ţess sem Kristján Freyr Kristjánsson stjórnandi helgarinnar og framkvćmdastjóri íslenskra viđskipta hjá Meniga verđur međ sérstaklega áhugaverđan fyrirlestur kl. 11.45 á morgun laugardag um gagnleg tól og tćki fyrir frumkvöđla.  

Helgin er sum sé opin öllum án endurgjalds en dagskrá helgarinnar má finna inn á www.ana.is.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744