Áttaði sig ekki á aðstæðum og endaði ofan í skurði

Hún endaði ekki vel ökuferðin hjá ferðamanninum erlenda sem ók niður slóðann austan í Húsavíkurhöfðanum og ætlaði þar upp á Norðausturveg.

Bíllinn endastakkst ofan í skurðinn.
Bíllinn endastakkst ofan í skurðinn.

Hún endaði ekki vel ökuferðin hjá ferðamanninum erlenda sem ók niður slóðann austan í Húsavíkurhöfðanum og ætlaði þar upp á Norðausturveg.

Meðfram veginum er verið að grafa fyr­ir heitt og kalt vatn og skólp fyr­ir iðnaðarsvæðið á Bakka. Og þar enda ökuferðin, þ.e.a.s. ofan í skurðinum.
 
Að sögn lögreglu var ökumaðurinn einn á ferð og áttaði sig ekki á aðstæðum Hann slasaðist ekki en var að vonum mjög brugðið. Bíllinn er hinsvegar talsvert skemmdur eins og sjá má myndinni hér að neðan.
 
Bíll ofan í skurði
 
Bíll ofan í skurði

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744