Atli skoraði gegn Austurríki

Völsungurinn Atli Barkarson skoraði í sínum fyrsta landsleik þegar U17 karla gerði 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi.

Atli skoraði gegn Austurríki
Íþróttir - - Lestrar 517

Byrjunarlið U17 landsliðsins. Mynd: KSÍ
Byrjunarlið U17 landsliðsins. Mynd: KSÍ

Völsungurinn Atli Barkarson skoraði í sínum fyrsta landsleik þegar U17 karla gerði 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum á UEFA-móti sem fram fer í Skotlandi.

Á heimasíðu KSÍ segir að Austurríki hafi tvívegis komist yfir í leiknum en strákarnir okkar náðu að jafna metin í tvígang og lauk leiknum því með jafntefli. Það var því farið beint í vítakeppni þar sem Austurríki hafði betur, 4-3, og fær því 2 stig en Ísland fær 1 stig. 

Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en það var samt Austurríki sem náði að komast yfir í leiknum. Fyrsta mark Austurríkis kom á 20. mínútu en fram að markinu hafði íslenska liðið verið sterkari aðilinn í leiknum. Ísland jafnaði metin á 38. mínútu en það var Karl Friðleifur Gunnarsson sem skoraði markið. Aðeins rúmri mínútu síðar komst Austurríki aftur yfir og stuttu síðar var blásið til hálfleiks. Ísland náði að jafna metin á 56. mínútu leiksins en það var Atli Barkarson sem skoraði jöfnunarmarkið. Liðin náðu ekki að skora fleiri mörk í leiknum og niðurstaðan því 2-2 jafntefli. 

Það var farið beint í vítakeppni eftir leikinn þar sem Austurríki hafði betur, 4-3. Austurríki fær því 2 stig en Ísland fær 1 stig fyrir jafnteflið. 

Næsti leikur Íslands er gegn Skotlandi á miðvikudaginn.

Atli Barkarson

Atli Barkarson að loknum sínum fyrsta landsleik þar sem hann skoraði jöfunarmarki Íslendinga. Ljósmynd Börkur Emilsson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744