Atli Íslandsmeistari á hástökki 11-14 áraÍþróttir - - Lestrar 372
Meistaramót 11-14 ára fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og átti HSÞ tólf keppendur á mótinu. Árangur þeirra var með miklum ágætum og varð HSÞ liðið í 11 sæti af 19 liðum í heildarstigakeppninni með 100,3 stig.
Þau komu heim með 1 gull, 4 silfur og 2 brons en þau sem tóku þatt voru Bjargey og Arna Dröfn sem kepptu í flokki 14 ára, Hlynur, Hafdís Dröfn, Hulda Ösp og Dagný sem kepptu í flokki 13 ára. Óskar, Unnar, Eyþór Kári, Arnhildur og Freyja Sól sem kepptu í flokki 12 ára og svo Atli í flokki 11 ára. Mörg voru að fara á sín fyrstu stórmót.
Atli Barkarson varð Íslandsmeistari í hástökki með stökk upp á 1,31 m og varð í öðru sæti í 60 m hlaupi, kúluvarpi og í langstökki en þar bætti hann 25 ára gamalt héraðsmet Skarphéðins Ingasonar um sentimeter 4,32. Til hamingju með árangurinn Atli.
Hafdís Dröfn Einarsdóttir varð í þriðja sæti í 800 m hlaupi og varð hársbreidd frá nýju héraðsmeti.
Boðhlaupssveit 12 ára pilta, Eyþór, Unnar, Óskar og Atli, urðu í 2 sæti í 4x200 m hlaupi á nýju héraðsmeti 2:10,55.
Boðhlaupssveit stúlkna 13 ára, Dagný, Hulda, Hafdís og Arnhildur urðu í 3 sæti og settu nýtt héraðsmet á tímanum 2:02,03
Hinir keppendurnir bættu margir hverjir sinn eigin árangur.
Heimild: Frjálsíþróttasíða HSÞ
Sjá fleiri myndir hér en þær tók Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir.