Atli aftur á skotskónum með U17Íþróttir - - Lestrar 481
Atli Barkarson leikmaður Völsungs skoraði fyrir U17 lið karla sem tapaði í dag, 2-1, gegn Skotlandi á UEFA-móti sem fram fer þessa vikuna.
Á heimasíðu KSÍ segir að sigurmark Skota hafi komið undir lok leiksins en íslenska liðið hafði varist vel í leiknum og var grátlegt að fá mark á sig rétt áður en flautað var til leiksloka.
Strákarnir okkar komust yfir á 17. mínútu en það var Atli sem skoraði markið eins og áður segir.
Skotar jöfnuðu metin á 35. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik. Íslenska liðið lék vel í seinni hálfleik og var varnarleikur liðsins öflugur. Það voru samt Skotar sem skoruðu sigurmark leiksins en það kom á 78. mínútu leiksins. Niðurstaðan 2-1 en Skotar eru með 6 stig eftir 2 sigra en Ísland er með 1 stig eftir að gera jafntefli við Austurríki.
Lokaleikur Íslands er á föstudaginn klukkan 11:00 en þá mæta strákarnir okkar Króatíu.
Byrjunarlið Íslands í dag gegn Skotum. Atli annar fv. í aftari röð.
Ljósmynd ksi.is