Áskell vann öruggan sigur á Framsýnarmótinu

Áskell Örn Kárason vann öruggan sigur á Framsýnarmótinu í skák sem fram fór um helgina.

Áskell vann öruggan sigur á Framsýnarmótinu
Íþróttir - - Lestrar 405

Verðlaunahafar á Framsýnarmótinu. Lj. skakhuginnn
Verðlaunahafar á Framsýnarmótinu. Lj. skakhuginnn

Áskell Örn Kárason vann öruggan sigur á Framsýnarmótinu í skák sem fram fór um helgina.

Áskell vann allar sínar skákir sex að tölu. Haraldur Haraldsson varð í öðru sæti með 5 vinnnga og Elsa María Kristínardóttir varð í þriðja sæti með 3,5 vinninga eins og Hermann Aðalsteinsson, en Elsa varð ofar á stigum.

Elsa María varð efst Huginsmanna, Hermann annar og Sigurður G Daníelsson þriðji með 3 vinninga. Sveinbjörn Sigurðsson varð í þriðja sæti af gestum mótins með þrjá vinninga, á eftir Áskeli og Haraldi.


Á meðfylgjandi mynd eru verðlaunahafar á Framsýnarmótinu. Á myndina vantar Sigurð G Daníelsson.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744