09. des
Arnþór æfði og spilaði með FylkiÍþróttir - - Lestrar 386
Fram kemur á fótbolta.net í dag að Arnþór Hermannsson hafi leikið með Fylki þegar liðið tapaði 2-1 gegn Fjölni í leik um 3. sætið á Bose mótinu.
Arnþór, sem er tvítugur miðjumaður og hefur leikið með Völsungi allan sinn feril, æfði með Árbæjarliðinu í síðustu viku.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sagði við Fótbolta.net í dag að ekki hafi verið tekinn ákvörðun um það hvort samið verði við Arnþór eða ekki.