Árni Sigurbjarnar gerđur ađ heiđursfélaga Heiltóns

Uppskeruhátíđ tónlistarskóla Húsavíkur var haldin sl. sunnudag og var dagurinn tileinkađur Árna Sigurbjarnarsyni.

Árni međ stjórn Heiltóns. Ljósmynd ađsend.
Árni međ stjórn Heiltóns. Ljósmynd ađsend.

Uppskeruhátíđ tónlistarskóla Húsavíkur var haldin sl. sunnudag og var dagurinn tileinkađur Árna Sigurbjarnarsyni.

Árni hefur starfađ viđ tónlistar-skóla Húsavíkur í hart nćr 40 ár, fyrst sem kennari og frá árinu 1987 sem skólastjóri.

Árni er nú hćttur sem skólastjóri tónlistarskólans og tók Guđrún Ingimundardóttir viđ keflinu síđast liđiđ haust. Árni mun ţó halda áfram sem harmonikukennari og fylgja sínum nemendum eftir.

Í fésbókarfćrslu Jóhönnu Kristjánsdóttur formanns Heiltóns segir ađ Árni sé frumkvöđull í tónlistarkennslu í leik- og grunnskóla og kom á kennslu fyrir alla nemendur á sínu starfssvćđi. "Árna er mjög umhugađ um hlutverk menningar í samfélaginu og hefur unniđ dyggilega ađ tónlistarlífi svćđisins og sett fingraför sín víđa er viđkemur ţví. Árni var einn af forsprökkum Heiltóns, hollvinasamtaka tónlistarskóla Húsavíkur og stutt vel viđ bakiđ á samtökunum frá stofnun ţess og fyrir ţađ ber ađ ţakka" segir í fćrslunni. 

Árni var gerđur ađ heiđursfélaga Heiltóns, hollvinasamtaka tónlistarskóla Húsavíkur á uppskeruhátíđ skólans. Stjórn samtakanna hélt honum smá tölu og fćrđi honum formlegt skjal og blóm til stađfestingar nafnbótinni á hátíđinni. 

Uppskeruhátíđin hófst međ ţví ađ Guđrún Ingimundardóttir, skólastjóri tónlistarskólans, setti samkomuna, síđan kom ađ heiđrun Heiltóns, svo tóku viđ fjölmörg og fjölbreytt atriđi frá nemendum tónlistarskólans.

Ţá tók viđ rćđa frá Norđurţingi ţar sem Kristján Ţór Magnússon ţakkađi Árna fyrir vel unnin störf í ţágu skólans og fćrđi honum virđingarvott. Árni kom svo upp og fór yfir störf sín í rćđu og ţakkađi hlýhug í sinn garđ og óskađi Guđrúnu Ingimundardóttur velfarnađar í starfi sem skólastjóri tónlistarskólans. Í lokin sungu kvennakór Húsavíkur og Sólseturskórinn nokkur lög.

Ađ tónleikum loknum var Heiltónn međ lítiđ kaffihús í anddyri skólans, ţar sem gestum gafst tćkifćri til ađ kaupa sér kaffi og vöfflu og setjast niđur og spjalla saman. Allur ágóđi kaffihússinn rennur svo til tónlistarskólans, en Heiltónn hefur styrkt skólann í hljóđfćrakaupum, námskeiđahaldi og fleiru sem hefur komiđ skólanum vel í gegnum tíđina.

Í stjórn Heiltóns, sem fagnađi 10 ára afmćli á síđasta ári, eru Jóhanna Kristjánsdóttir, Soffía Sverrisdóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir, Jóhanna Svava Sigurđardóttir og Arna Ţórarinsdóttir.

Ljósmynd ađsend

Frá vinstri, Soffía Sverrisdóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir, Árni Sigurbjarnarson, Jóhanna Kristjánsdóttir og Jóhanna Svava Sigurđardóttir. Örnu Ţórarinsdóttur vantar á ţessa mynd, hún er einnig í stjórninni.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744