Arna Ásgeirsdóttir ráðin kennsluráðgjafi hjá Skólaþjónustu Norðurþings

Arna Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sem kennsluráðgjafi hjá Skólaþjónustu Norðurþings.

Arna Ásgeirsdóttir.
Arna Ásgeirsdóttir.

Arna Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sem kennsluráðgjafi hjá Skólaþjónustu Norðurþings.

Í tilkynningu á heimasíðu Norðurþings segir:

"Arna lauk B.Ed í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2008 og Diploma í sérkennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2016. 

Hún stundar nú mastersnám í læsi og lestrarfræðum við Háskólann á Akureyri.

Arna hefur starfað í skólum Norðurþings frá árinu 2004. Hún starfaði lengi á Leikskólanum Grænuvöllum, þar af í 8 ár sem deildarstjóri.

Hún hóf störf við Borgarhólsskóla árið 2015, hefur verið umsjónarkennari þar, setið í innra mats teymi skólans og leitt innleiðingu Byrjendalæsis í sínu teymi. Hún tók sömuleiðis þátt í innleiðingu Jákvæðs Aga á Grænuvöllum.

Arna hefur því viðtæka reynslu á báðum skólastigum sem mun nýtast henni vel í starfi". 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744