Anna Sigrún, Hafliđi og Rúnar sćmd gullmerki Völsungs

Ţrir einstaklingar voru sćmdir gullmerki Völsungs á samkomu félagsins í Miđhvammi síđdegis í dag.

Ţrir einstaklingar voru sćmdir gullmerki Völsungs á samkomu félagsins í Miđhvammi síđdegis í dag.

Ţetta eru Hafliđi Jósteinsson, Anna Sigrún Mikaelsdóttir og Sveinn Rúnar Arason.

Ţau hafa ćft og starfađ innan félagsins í meira en 25 ár og starfa enn ađ félagsmálum og eru virkir ţátttakendur í samfélaginu.

 

Anna Rúna, Hafliđi og Rúnar

Hafliđi Jósteinsson, Anna Sigrún Mikaelsdóttir og Sveinn Rúnar Arason voru sćmd gullmerki Völsungs í dag.

Anna Sigrún Mikaelsdóttir

Anna Sigrún Mikaelsdóttir.

Í máli Guđrúnar Kristinsdóttur formanns Völsungs kom fram ađ Anna Rúna hefur starfađ á fjórđa tug ára fyrir Völsung á Húsavík. Hún var formađur frjálsíţróttadeildar í 5 ár,1987-1992. Hún var kjörinn formađur HSŢ 1997 og starfađi sem formađur til ársins 2005. Ţá hefur Anna Rúna starfađ innan Golfklúbbs Húsavíkur í áratugi og tekiđ ađ sér formennsku ţar. Nú er Anna formađur eldri borgara á Húsavík.

Í viđtali kom fram hjá Önnu Rúnu ađ ţetta starf hafi gefiđ henni mikla ánćgju og gleđi í lífinu enda hafi hún eignast ótal marga vini og kunningja í gegnum ţennan félagsskap sem heyrir til ungmenna og íţróttahreyfingunni um allt land. „Ţađ er einstök tilfinning ađ koma á mót og fundi, vítt og breitt um landiđ og hitta fyrir öll ţessi kunnuglegu andlit, sem ljóma af vinskap og ánćgju," segir Anna. Ađspurđ segist hún aldrei sjálf hafa keppt fyrir Völsung né HSŢ. „ Ég hef aldrei keppt í nokkurri íţróttagrein, en ţá eins og nú, hef ég veriđ međ sem stuđningsmađur, áhangandi vina og félaga. Alltaf tilbúin ađ vera međ og horfa á, ađstođa á ćfingum, hlaupa á eftir spjótinu og kúlunni o.s.frv. Ţađ má ţví segja ađ ég sé í klappliđinu,".

Anna Rúna sagđi eftir ađ hafa veriđ sćmd gullmerkinu ađ hún vćri loks byrjuđ ađ keppa fyrir Völsung en hún hefur tekiđ ţátt í Bocciamótum fyrir Völsung.

 

Hafliđi Jósteinsson

Hafliđi Jósteinsson.

Í máli Guđrúnar kom fram ađ Hafliđi hafi stundađ knattspyrnu međ Völsung í áratugi og segir frá ţví í viđtali ađ hann hafi byrjađ á eldhúsgólfinu 6 ára ađ leika sér í knattspyrnu. Hann var í sigurliđi Íslandsmeistara Völsungs frá árinu 1967 og ćfđi knattspyrnu lengi fram efir aldri og var ćtíđ á miđjunni.

Hann hefur setiđ í stjórn knattspyrnudeildar í mörg ár og einnig ţjálfađi hann yngri flokka í nokkur ár. Ţá sat Hafliđi í ađalstjórn félagsins um skeiđ sem međstjórnandi og síđar sem varaformađur. Hafliđi var ávallt reiđubúinn ađ sinna ýmsum félagstörfum innan félagsins ţegar til hans var leitađ. Honum verđur seint fullţakkađ fyrir öll ţau skipti sem hann kom ađ ţátttöku viđ jólatrésskemmtanir Völsungs.

Hafliđi hefur alltaf veriđ ötull verkamađur í öllu tómstundastarfi í bćjarfélaginu. Hafliđi er öflugur og dyggur stuđningsmađur Völsungs og ţađ eru fáir leikir sem ekki heyrist í Hafliđa í brekkunni ţar sem hann hvetur okkar iđkendur og enn  mćtir hann á leikina og fylgist vel međ.

Sveinn Rúnar Arason

Sveinn Rúnar Arason.

Fram kom hjá Guđrúnu ađ Rúnar hafi stundađiknattspyrnu sem ađalmarkmađur Völsungs í áratugi og variđ ţađ af stakri snilld. Hann var í fyrsta Íslandsmeistaraliđi Völsungs frá árinu 1967.

Ţá sat Rúnar í stjórn knattspyrnudeildar um nokkurt skeiđ. Rúnar var ađalknattspyrnudómari Völsunga í áratugi og ţađ eru margir leikir sem hann hefur dćmt fyrir okkur, bćđi í yngri flokkum og meistaraflokki. Rúnar hefur ćtiđ veriđ góđur og dyggur stuđningsmađur Völsungs og mćtir enn á flesta leiki félagsins og hvetur okkur áfram. Ţá átti félagiđ mikiđ og gott samstarf viđ Rúnar sem forstöđumađur Sundlaugar Húsavíkur í áratugi.

Rúnari er ţakkađ hans mikla framlag til félagsins í gegnum áratugina.

Međ ţví ađ smella á myndirnar er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744