04. mar
Anna Halldóra komin í hóp bestu íslenskra kvennamaraþonshlauparaAlmennt - - Lestrar 462
„Ég hef aldrei upplifað svona mikla stemningu alla leiðina. Alla þessa 42 km þá var bara stappað af fólki beggja vegna og svo var tónlist allan tímann,“ segir Anna Halldóra Ágústsdóttir í viðtali við mbl.is en hún tók ásamt hópi Íslendinga þátt í Tókýómaraþoninu í gær.
Hún hljóp á tímanum 3:10.46 og er þar með komin í hóp þeirra íslensku kvenna sem hlaupið hafa maraþon á hvað skemmstum tíma.