Ályktun frá Lögreglufélagi Þingeyinga

Aðalfundur Lögreglufélags Þingeyinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Lögreglufélags Þingeyinga, haldinn 5. mars 2010, lýsir yfir þungum

Ályktun frá Lögreglufélagi Þingeyinga
Aðsent efni - - Lestrar 603

Aðalfundur Lögreglufélags Þingeyinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun:

Aðalfundur Lögreglufélags Þingeyinga, haldinn 5. mars 2010, lýsir yfir þungum áhyggjum og megnri óánægju með seinagang og áhugaleysi í samningaviðræðum samninganefndar ríkisins við Landssamband lögreglumanna. Aðalfundurinn veltir því fyrir sér hvort að áhugaleysi stjórnvalda skýrist af því að lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt og eru því nánast vopnlausir í sinni kjarabaráttu. Getur verið að yfirlýsingar stjórnvalda um mikilvægi lögreglunnar í landinu séu einungis í orði en ekki á borði.

Þegar þetta er skrifað hafa lögreglumenn verið samningslausir í 277 daga og er það algjörlega óviðunandi. Aðalfundurinn skorar því á samninganefnd ríkisins að koma, sem allra fyrst, að samningaborðinu með viðunandi tilboð um kjarabætur til handa lögreglumönnum.

Lögreglufélag Þingeyinga.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744