Allt klárt til ađ taka á mót sýnendumFréttatilkynning - - Lestrar 407
Handverkshátíđin verđur sett á morgun í 22. sinn og mikiđ um dýrđir. Kristján Ţór Júlíusson heilbrigđisráđherra setur hátíđina kl:12. Fjöldi nýrra sýnenda tekur ţátt í ár og fjölbreytnin er mikil.
Á útisvćđinu er risiđ 250 fermetra tjald ţar sem matvćlaframleiđendur koma sér fyrir. Hátíđinni hefur fengiđ ađ gjöf 1,5 m háa gestabók klćdda laxarođi og verđur hún stađsett í hjarta sýningarinnar og hvetjum viđ gesti til ađ kvitta fyrir heimsókn sína í hana. Í fyrsta sinn er bođiđ upp á handverksmarkađ sem fram fer föstudag og sunnudag. Uppskeruhátíđin hefst kl: 19:30 á laugardagskvöldinu og er hún öllum opin.
Séra Hildur Eir Bolladóttir er veislustjóri og međal ţeirra sem fram koma eru Álftagerđisbrćđur, Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit og prestatríó skipađ séra Hildi Eir, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon. Matreiđslumenn Greifans sjá um grillveisluna og verđlaunađir verđa handverksmađur ársins og sölubás ársins.
Fjölbreytt dagskrá verđur á útisvćđinu alla dagana. Tískusýningar, húsdýrasýning, gamlar vélar, miđaldabúđir, rúningur og börn í sveitinni mćta međ kálfana sýna og keppa um hvert ţeirra á fallegasta og best tamda kálfinn.
Ađgangseyrir er 1.000 kr. fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja og gildir ađgangsmiđinn alla helgina. Hlökkum til ađ sjá ykkur á Handverkshátíđ 2014.