Álftanes náði í fimm mikilvæg stig

Blaklið Álftaness kom í heimsókn til Húsavíkur um helgina og spilaði tvo leiki við Völsung í Úrvalsdeild kvenna.

Álftanes náði í fimm mikilvæg stig
Íþróttir - - Lestrar 152

Tami smassar og Michelle til varnar.
Tami smassar og Michelle til varnar.

Blaklið Álftaness kom í heimsókn til Húsavíkur um helgina og spilaði tvo leiki við Völsung í Úrvalsdeild kvenna.

Fyrri leikurinn sem fram fór í gærkveldi var mjög sveiflu-kenndur. Völsungur kom mun ákveðnari til leiks og vann fyrstu hrinuna 25-21 eftir að hafa haft gott forskot alla hrinuna.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Í annari hrinu snérist dæmið alveg við og Álftanes með algjöra yfirburði og vann 10-25.

Sama sveifla virtist fara i gang í í þriðju hrinu og komst Völsungur í 11-1 en þá löguðu Álftnesingar aðeins til í þeirra leik og söxuðu hægt á bítandi á forskotið.

Þær náðu að jafna í 19-19 og framhaldinu að komst yfir 22-24 en Völsungur gafst ekki upp á náði jafna og að lokum vinna hrinuna 27-25.

Fjórða hrina var jöfn og spennandi allan tíman og landaði Álfanes sigri og tryggja sér þar með oddahrinu þar sem þær höfðu undirtökin og unnu 10-15 og tryggðu sér þar með tvö stig.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Stigahæstar í liði Völsungs voru Ky Hunt með 23 stig og Tamara Kaposi með 19 stig.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Í liði Álftanes var Michelle Traini (nr.9)stigahæst með 17 stig og Sladjana Smiljanic (nr.16) kom næst með 12 stig en þær eru báðar fyrrum leikmenn Völsungs.

Seinni leikurinn sem fram fór kl. 14:00 í dag var ekki eins sveiflukendur og leikurinn í gær og í byrjun virtist sem Álftanes ætluðu sér að klára þetta af og unnu tvær fyrstu hrinurnar nokkuð örugglega 20-25 og 15-25.

Völsungsstúlkur tóku sig aðeins saman í andlitinu í þriðju hrinu og náðu að knýja fram sigur 25-23 eftir að hafa lent fimm stigum undir um miðbik hrinunnar.

Í fjórðu hrinu hafði Álfatanes undirtökin megnið af hrinunni en heimastúlkur ætluðu sér ekki að gefa neitt, börðust allan tímann og settu mikla spennu í leikinn undir lok hrinunnar og eftir 35 mín. baráttu hafði Álftanes sigur 23-25 og tóku þar með sér stigin þrjú úr seinni rimmu helgarinnar.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Stigahæstar hjá Völsungi voru Ky Hunt með 18 stig og þær Tamara Kaposi og Sigrún Anna Bjarnadóttir með 15 stig hvor.

Mikilvæg stig í hús hjá Álftanesi sem náði að jafna lið HK að stigum, Afturelding og KA eru sem fyrr jöfn og langefst með 36 stig. Næstu þrjú lið eru Þróttur Fjarðarbyggð með 19 stig og HK og Álftanes með 18 stig þannig að það er hörku barátta framundan um sæti í úrslitakeppni BLÍ.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Sladjana Smiljanic slær boltann yfir og Kristey Hallsdóttir og Arney Kjartansdóttir eru til varnar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744