Aldrei séð bílnúmer frá Kína á Tjörnesi áður

“Þau eru langt að komin þessi en samt ekki fyrstu gestir ársins því það kom hér um daginn strákur frá Chile” sagði Bjarni Sigurður Aðalgeirsson á

Númerið er AS 7723 en byrjar á kínversku tákni.
Númerið er AS 7723 en byrjar á kínversku tákni.

“Þau eru langt að komin þessi en samt ekki fyrstu gestir ársins því það kom hér um daginn strákur frá Chile” sagði Bjarni Sigurður Aðalgeirsson á Mánárbakka í spjalli við 640.is en það komu gestir frá Kína á tjaldstæðið hjá honum í dag.

“Það var hægviðri utan við Bratta í dag, sólarglenna fram undir miðdagskaffi en gekk síðan á með saklausum éljum í norðaustan kalda og hiti um frostmark” sagði Bjarni en tjaldsvæðið var tekið í notkun síðasta vor.

Að sögn Bjarna, sem sjaldan verður orða vant, eru þetta hjón frá Kína sem búa í norðurhluta landsins. Þau komu með Norrænu til Seyðisfjarðar frá Danmörku. Þau höfðu á leið sinni farið í gegnum Rússland, Finnland, Noreg þaðan til Svíþjóðar og yfir til Danmerkur. 

 Þau eru á ferð sinni búin að keyra um 20. þúsund km. og eiga annað eins eftir heim. Ætlunin þeirra er að dvelja eina nótt á tjaldsvæðinu sem heitir Camping 66.12°north og fara síðan í hvalaskoðun frá Húsavík á morgun.

"Þau fara til baka með Norrænu í vikunni" segir Bjarni en þegar komið verður til Danmerkur ætla þau að aka um Evrópu, m.a til Hollands, Belgíu Englands. Frá Póllandi munu þau fara um Rússland og þaðan heim til Kína” segir Bjarni sem er annálaður áhugamaður um bílnúmer en segist aldrei áður hafa séð númer frá Kína á bíl á Tjörnesi og hvað þá á Íslandi. 

Tjaldað á Mánárbakka

 "Bílinn er á grófum snjódekkjum, mun betur útbúinn en ég bjóst við en karlinn var í einhverjum vandræðum með frost í læsingunum á geimslulúgunni og tröppunni við innganginn í bílinn. Hann dró upp brúsa til að laga vandamálið, gömlum sveitamanni fannst nú gáfulegra að nota eitthvað annað en kalt vatn í spreybrúsa til að laga vandamálið og færði honum WD 40" sagði Bjarni bóndi að lokum.


 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744