Akureyrarvaka um helgina

AmabAdamA í Listagilinu & annarlegar verur í Innbćnum, ljóđ & lautarferđ, myndlist & markađur, tweed ride & tónlist, bíó & blót, leiklist & listaverk,

Akureyrarvaka um helgina
Fréttatilkynning - - Lestrar 313

Glađir gestir á Akureyrarvöku. Lj. Daníel Starras.
Glađir gestir á Akureyrarvöku. Lj. Daníel Starras.

AmabAdamA í Listagilinu & annarlegar verur í Innbćnum, ljóđ & lautarferđ, myndlist & markađur, tweed ride & tónlist, bíó & blót, leiklist & listaverk, rökkuró og rokk, friđarvaka & flottar freistingar. 

Ţetta er bara brot af ţeim 100 krćsingum sem verđa á veisluborđinu í tilefni af 152 ára afmćli Akureyrarkaupstađar á Akureyrarvöku. Bćjarbúar og gestir ţeirra gleđjast og fagna ţessa helgi. Ţema vökunnar er ,,Al-menning fyrir almenning" og bćjarbúar sjálfir njóta og taka ţátt í ţví sem boriđ er á borđ. 

 

Akureyrarvaka hefst föstudagskvöldiđ 29. ágúst í Lystigarđinum međ dagskránni Rökkurró. Ţar mun rómantíkin ráđa ríkjum og falleg birta umlykja gesti ásamt ljúfum tónum og seiđandi dansi. Sungiđ verđur međ Sinfóníuhljómsveit Norđurlands í Hofi og Draugavakan verđur á sínum stađ í Innbćnum. Rokktónleikar verđa í portinu hjá Backpackers ţar sem akureyrsk bönd halda upp stemningunni. Óđur til the Doors og nýjar ţýđingar á textum Jim Morrisons hljóma úr hljóđgarđi Ţorgils Gíslasonar úr gámum í Skipagötunni.

Á laugardagsmorgun 30. ágúst  eru bćjarbúar hvattir til ţátttöku í lautarferđum í öllum hverfum bćjarins. Ţar láta hverfisráđin til sín taka og áhugasamir einstaklingar í hverju hverfi sem vilja leggja hönd á plóg til ţess ađ ýta undir samkennd granna á milli. Súlutindur og stofutónleikar eru viđburđir sem vert er ađ nefna en ţegar líđur á daginn fćrist ţungamiđjan í miđbćinn ţar sem bođiđ er upp á fjölbreytta dagskrá sem líkja má viđ smákökur og hnallţórur á girnilegu hlađborđi í tilefni veislunnar. Vísindamenn bregđa á leik, veggverk sem minna á friđ og jafnrétti líta dagsins ljós, tónlist ómar af svölum og ţökum og af torgi og götum. Listagiliđ iđar af lífi, göngugatan og Ráđhústorgiđ breytast í leikmynd fyrir viđburđi af ýmsu tagi sem heilla unga sem aldna og fá ţá til ađ taka ţátt og njóta.

Stćrsta hnallţóran er í ţremur lögum međ mjúku kremi: Hin akureyrska hljómsveit Mafama hefur leikinn í Karnivalinu í Gilinu og tónlistarfólk frá Akureyri tekur viđ af henni og flytur tónlist úr kvikmyndinni The Blues Brothers. Loks tekur AmabAdamA viđ og ţegar ţau hafa tryllt liđiđ og dansinn hefur dunađ í um tvćr klukkustundir tekur fegurđin viđ. Tónverkiđ Spiegel Im Spiegel eftir eistneska tónskáldiđ Arvo Pärt mun óma í Listagilinu, bćjarbúar kveikja á kertum og rađa ţeim upp kirkjutröppurnar međ ađstođ hjálparsveitarmanna.

Bćjarhátíđ á norđurhveli jarđar getur gert heiminn örlítiđ betri en hann er í dag.

Hér er ađeins tćpt á nokkrum brotum úr dagskránni en hana má sjá í heild sinni á visitakureyri.is.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744