Áhersla á sókn í mennta- og skólamálum í sameinuđu sveitarfélagi

Fulltrúar Háskóla Íslands, Svartárkots menningar — náttúru, Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar undirrituđu í dag viljayfirlýsingu um ađ vinna í

Sveinn, Dagbjört, Jón Atli og Ragnhildur.
Sveinn, Dagbjört, Jón Atli og Ragnhildur.

Fulltrúar Háskóla Íslands, Svartárkots menningar — náttúru, Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar undirrituđu í dag viljayfirlýsingu um ađ vinna í sameiningu ađ stofnun rannsóknaseturs á sviđi umhverfishugvísinda í sameinuđu sveitarfélagi í Suđur-Ţingeyjarsýslu en sókn í mennta- og skólamálum er ein af höfuđ áherslum í sameiningu Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar.

Viljayfirlýsinguna undirrituđu ţau Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Ragnhildur Sigurđardóttir fyrir hönd Svartárkots menningar — náttúru, Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustađahrepps, og Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Ţingeyjarsveitar. Markmiđiđ međ stofnun setursins er ađ efla hugvísindarannsóknir á sviđi umhverfismála, skapa vettvang fyrir ţverfaglegt samstarf á ţví sviđi og efla atvinnulíf sveitarfélaganna tveggja sem sameinast munu á nćsta ári. Lögđ verđur áhersla á markvissa miđlun ţekkingar, samtal milli almennings og frćđasamfélags og ađ komiđ verđi á fót öflugri miđstöđ fyrir skapandi og gagnrýna umrćđu um umhverfismál.

Í tilkynningu segir ađ samstarfiđ miđi ađ ţví ađ á nćstu mánuđum fari fram vinna viđ fjármögnun og annan undirbúning stofnunar setursins, sem verđur samstarfsvettvangur Svartárkots menningar - náttúru og Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.  Undirbúningur stofnunar rannsóknaseturs Háskóla Íslands á sviđi umhverfishugvísinda er hafinn en Svartárkot menning — náttúra hefur starfađ ađ rannsóknum og haldiđ námskeiđ á sviđi umhverfishugvísinda í Skútustađahreppi og Ţingeyjarsveit síđustu 15 ár í samstarfi viđ heimamenn og alţjóđlegt teymi vísindamanna.

Fyrirhugađ er ađ setriđ verđi til húsa í gamla grunnskólanum á Skútustöđum í Mývatnssveit (Hótel Gíg), ţar sem viljayfirlýsingin var undirrituđ en ríkiseignir festu kaup á húsnćđinu í upphafi ţessa árs. Ţar verđa einnig til húsa fjórar stofnanir sem starfa á sviđi umhverfismála: Vatnajökulsţjóđgarđur, Umhverfisstofnun, Náttúrurannsóknastöđin viđ Mývatn og Landgrćđslan.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744