Afturelding áfram í Kjörísbikarnum - Myndasyrpa

Afturelding sigraði Völsung 3-0 í dag í átta liða úrslitum í Kjörísbikar kvenna í blaki.

Afturelding áfram í Kjörísbikarnum - Myndasyrpa
Íþróttir - - Lestrar 119

Tami var stigahæst Völsunga með 13 stig.
Tami var stigahæst Völsunga með 13 stig.

Afturelding sigraði Völsung 3-0 í dag í átta liða úrslitum í Kjörísbikar kvenna í blaki.

Leikurinn fór fram í íþróttahöllinni á Húsavík og fyrifram búist við öruggum sigri Aftureldingar sem eru í 2. sæti úrvalsdeildar en Völsungar í næst neðsta sæti.

Það virtist ætla að ganga eftir þar sem Afturelding byrjaði að krafti og sigraði fyrstu hrinuna örugglega 15-25. 

Eitthvað náðu Völsungar að hrista af sér stressið í annari hrinu og náðu aðeins að klóra í bakkann þrátt fyrir að sigur Aftureldingar væri aldrei í hættu en gestirnir sigruðu 19-25.

Í þriðju hrinu mættu Völsungsstúlkur heldur betur ákveðnar til leiks og buðu upp á hörku blak vel studdar af stuðningsmönnum á pöllunum.

Hrinan var hnífjöfn allan tímann þar sem liðin skiptust á leiða og endaði svo í upphækkun. Þar knúði Afturelding fram sigur 26-28 eftir nokkur dýr mistök í liði Völsungar sem skrifast má á reynsluleysi og ungan aldur leikmanna, en klárlega fer þetta í reynslubankann.

Stigahæst í liði Völsungs var Tamara Kaposi með þrettán stig en í liði Aftureldingar voru Tinna Rut og María Rún með níu stig hvor.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari 640.is á leiknum og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Tami fékk blóm frá blakdeildinni eftir leik en hún var fyrr í dag valin Íþróttamaður HSÞ.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744