Fyrsta úthlutun “Aftur heim”Fréttatilkynning - - Lestrar 513
Fyrsta úthlutun verkefnisins var í júní. Úthlutað var um 1.1 milljón króna til fimm verkefna.
Eftirtalin verkefni hlutu vilyrði um verkefnastyrk:
Ræman kvikmyndahátíð
Umsækjandi Arnþór Þórsteinsson
Ræman er haldin að Laugum í Reykjadal í samvinnu við Laugabíó. Á hátíðinni er leitast við að sýna myndir eftir ungt kvikmyndagerðafólk sem hefur tengingu á svæðið og eldra efni sem tengt er svæðinu og menningu þess. Einnig eru sýndar myndir eftir ungt fólk á svæðinu sem er að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndheiminum.
Tónleikar með lögum eftir Þingeyinga
Umsækjandi Fanney Kristjánsdóttir
Umsækjandi ásamt Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur hyggjast halda tvenna tónleika með lögum eftir Friðrik Jónsson og fleiri listamenn sem tengjast Þingeyjarsýslum. Tónleikarnir verða teknir upp í hljóð og mynd og notaðir í tengslum við önnur stærri verkefni.
Að elska – Ástarsögur í áranna rás
Umsækjandi Jenný Lára Arnórsdóttir
Markmið með verkefninu er að segja þingeyskar ástarsögur frá ýmsum tímum. Leitað verður til íbúa eftir sögum og verður þeim miðla í leikverki sem flutt verður í Þingeyjarsýslum.
Eftirtaldir aðilar hlutu ferðastyrk:
Fanney Kristjánsdóttir vegna tónleika Kjass í Mývatnssveit og á Þórshöfn.
Óli Jón Gunnarsson vegna vettvangskönnunar og heimildaleitar fyrir handrit að mynd í fullri lengd.
Um mánaðarmótin ágúst/september auglýsir „Aftur heim“ ferðastyrki fyrir tímabilið september-janúar.
Aftur heim er samstarfsverkefni Menningarráðs Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Verkefnið er unnið með styrk úr sóknaráætlun landshluta.
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir menningarfulltrúi Eyþings Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir á netfanginu menning@eything.is eða í síma 464 9935.