Afsláttarkjör áfram í boði

Framsýn og Flugfélagið Ernir hafa gengið frá áframhaldandi samningi um sérkjör fyrir félagsmenn stéttarfélaganna sem fljúga með flugfélaginu milli

Afsláttarkjör áfram í boði
Almennt - - Lestrar 203

Framsýn og Flugfélagið Ernir hafa gengið frá áframhaldandi samningi um sérkjör fyrir félagsmenn stéttarfélaganna sem fljúga með flugfélaginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur sem gilda á árinu 2020. 

Fram kemur á heimasíðu Framsýnar að samkvæmt samkomulaginu kaup Framsýn 4800 flugmiða af Erni og endurselur til félagsmanna stéttarfélaganna.

Þess má geta að Framsýn er stærsti viðskiptavinur flugfélagsins á Íslandi er viðkemur samningum stéttarfélaga við flugfélagið en stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa verið að selja um 5000 flugmiða á ári til félagsmanna. Áætlað er að félagsmenn hafi sparað sér um 66 milljónir á síðasta ári með því að kaupa miðana í gegnum stéttarfélögin.

Samkvæmt nýja samkomulaginu mun miðaverðið haldast óbreytt fram eftir næsta ári en þá kemur til hækkun sem kynnt verður síðar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744