12. des
Æft fyrir jólasýninguna í TónasmiðjunniAlmennt - - Lestrar 165
Mikið er um að vera í Tónasmiðjunni um þessar mundir þar sem stór og fjölbreyttur hópur æfir stíft fyrir jólasýninguna "Jólin þín og mín".
Sýningin verður í Húsavíkur-kirkju nk. miðvikudagskvöld, 15. desember, og hefst kl 20:00.
Söngvarar og hljóðfæraleikarar flytja þar jólalög úr ýmsum áttum ásamt gestaflytjendunum Hrafnhildi Ýr og Rúnari Eff.
Þessi stórglæsilegi hópur mun spila og syngja inn jólin og koma þér í sannkallað hátíðarskap á aðventunni. Miðaverð eru aðeins 2.500 kr og rennur ágóði af sýningunni til Velferðarsjóðs Þingeyinga sem árlega hjálpar þeim sem minna mega sín að halda gleðileg jól.
Miðasala er í gangi inn á tonasmidjan@gmail.com