Ćfingarbúđir hjá Fimleikadeild Völsungs

Nú um helgina voru ćfingarbúđir hjá Fimleikadeild Völsungs ćtlađar stelpum 9 ára og upp úr. Fenginn var yfirţjálfari Stjörnunnar í Garđabć, Jimmy Erik

Ćfingarbúđir hjá Fimleikadeild Völsungs
Ađsent efni - - Lestrar 362

Magnea Ósk Örvarsdóttir í heljarstökki.
Magnea Ósk Örvarsdóttir í heljarstökki.

Nú um helgina voru æfingarbúðir hjá Fimleikadeild Völsungs ætlaðar stelpum 9 ára og upp úr. Fenginn var yfirþjálfari Stjörnunnar í Garðabæ, Jimmy Erik Ekstedt. Hann er sænskur og hefur getið sér gott orð sem þjálfari, og hafa stelpurnar hans meðal annars orðið norðulandameistarar.

 

Mikið og gott starf hefur farið fram hjá fimleikadeildinni í haust en stokkað var upp og skipulagt upp á nýtt. Ákveðið var að falla frá keppni í áhaldafimleikum í bili og keppum við nú í trompfimleikum. Áhaldafimleikar eru þar sem að einstaklingurinn keppir sér, en í trompfimleikum er keppt í hópum.

Þetta er það sem stefnt hefur verið að í allt haust. Stundaðar hafa verið strangar æfingar, stelpurnar sóttu tíma í jassballett hjá Point á Akureyri og voru síðan að ljúka erfiðri en mjög skemmtilegri helgi með honum Jimmy. Þetta allt hefur bætt og styrkt þær verulega og eru þær bara flottar. Fyrsta keppni vetrarins er svo helgina 21. – 23. nóv, og eru u.þ.b. 25 stelpur frá 9. ára uppí 1.framhald að fara að keppa.

Eins og allt þá kostar þetta og ætla stelpurnar að fara í dósasöfnun á þriðjudaginn, vonandi takið þið vel á móti þeim.

Myndir frá þessari helgi verða settar inn á volsungur.is/fimleikar eftir helgi.

                                                                                                Fimleikadeild Völsungs.

Hér er verið að teygja en meðfylgjandi myndir tók Emilía Aðalsteinsdóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744