Aðalsteinn Pétur sigraði í Macau

Aðalsteinn Pétur Karlsson sigraði 90 manna mót í Macau Million-mótaröðinni í póker í Macau í gær.

Aðalsteinn Pétur sigraði í Macau
Almennt - - Lestrar 535

Aðalsteinn Pétur Karlsson.
Aðalsteinn Pétur Karlsson.

Aðalsteinn Pétur Karlsson sigraði 90 manna mót í Macau Million-mótaröðinni í póker í Macau í gær.

Er hann nú einum bikar og rúmlega 900 þúsund krónum ríkari. Hafði hann betur á móti Kínverjanum Wei Zhao og Joshua Zimmerman frá Hong Kong.

DV.is greinir frá en Aðalsteinn, sem kemur frá Húsavík,  hóf að spila póker árið 2010 og varð Íslandsmeistari í póker árið 2015. Hann hafnaði svo í 4.sæti á pókermóti í Dublin árið 2016 þar sem hann vann rúmlega 8 milljónir króna.

Lesa meira


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744