831 skora á Bónus og Krónuna að íhuga að opna verslun á HúsavíkFréttatilkynning - - Lestrar 563
Eins og áður hefur komið fram á 640.is gekkst baráttuhópur um bætta matvöruverslun á Húsavík fyrir undirskriftasöfnun dagana 21. júlí til 01. ágústmeð eftirfarandi texta:
„Við undirrituð, íbúar á Húsavík og nágrenni, skorum á forsvarsmenn Bónuss og Krónunnar að íhuga alvarlega að opna verslun í bænum. Við búum nú við samkeppnislausan matvörumarkað og því er mikil þörf fyrir nýjan aðila inn á svæðið sem hefur metnað og burði til að veita góða og faglega þjónustu.“
Í fréttatilkynningu segir að undirskriftalistar hafi legið frammi í flestum verslunum og bensínstöðvum á Húsavík. Var þessu framtaki tekið með fádæmum vel og án efa hafa ekki áður jafn margir á umræddu svæði ritað nöfn sín undir áskorun Þannig skrifuðu 831 íbúi Húsavíkur og nágrennis undir þessa áskorun og verður henni komið til forsvarsmanna Bónuss og Krónunnar hið fyrsta.”