72 verkefni hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Í byrjun febrúar fór fram rafræn úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra þar sem 72 verkefni voru styrkt, en samtals var úthlutað 73,3 m.kr.

Í byrjun febrúar fór fram rafræn úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra þar sem 72 verkefni voru styrkt, en samtals var úthlutað 73,3 m.kr.

Fram kemur á vef SSNE að alls bárust 172 umsóknir og hafa aðeins einu sinni áður verið fleiri umsóknir í sjóðinn.

Formaður úthlutunarnefndar Hilda Jana Gísladóttir hafði orð á því í erindi sínu á úthlutunarhátíðinni að vinna nefndarinnar hefði verið einstaklega erfið í ár og að óskandi hefði verið að meira fjármagn væri til úthlutunar.

Styrkirnir skiptast í,

12 Stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningar
34 Menningarstyrki
26 Atvinnu og nýsköpunarstyrki.

Tekinn hefur verið saman bæklingur með yfirliti yfir öll þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni. Bæklinginn má finna hér.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744