4G á Sauðárkróki og Húsavík

Heimamenn og gestkomandi á Sauðárkróki og Húsavík geta nú komist í háhraða 4G netsamband og nýtt sér öfluga tengingu Vodafone á báðum stöðum. Kveikt

4G á Sauðárkróki og Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 505

4G á Húsavík
4G á Húsavík
Heimamenn og gestkomandi á Sauðárkróki og Húsavík geta nú komist í háhraða 4G netsamband og nýtt sér öfluga
tengingu Vodafone á báðum stöðum. Kveikt hefur verið á tveimur 4G sendum, þ.e. á Hegranesi og Húsavíkurfjalli, en byrjað
var að innleiða tæknina í Eyjafirði. Við bjóðum Sauðkrækinga og Húsvíkinga velkomna í hópinn!
 
Flutningshraði 4G tengingar er umtalsvert meiri en 3G og jafnast á við góða heimanettengingu. Tengingin er einnig mun
afkastameiri og býður upp á meira gagnamagn. Með 4G má sem dæmi með auðveldum hætti fylgjast með beinum
útsendingum frá úrslitakeppni HM á spjaldtölvum eða í snjallsímanum, fylgjast með fréttum og veðri eða streyma tónlist og
myndefni greiðlega. Allt sem til þarf er 4G sími eða netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið.
Gildir þar einu hvort tengst er úr sumarbústað, af tjaldsvæði eða annars staðar að - enginn ætti að þurfa vera
netsambandslaus á ferðum sínum.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744